Augnsamband

09.04.2015

Sælar. Ég à eina 10 vikna stelpu - fædd 39v3d. Hún er svolítið kveisubarn og vill mikið láta halda á sér. Hinsvegar er ég farin að hafa áhyggjur af því að hún gefur lítið augnsamband - hún vissulega gefur augnsamband en bara i stutta stund og þó ég kalli a hana lítur hún ekkert alltaf a mig. Einnig er hún sparsöm á bros og gefur foreldrum sínum bara bros. Er þetta eitthvað sem ég á að hafa áhyggjur af?


 
Heil og sæl, nei mér þykir ekki tímabært að þú hafir áhyggjur af þessu ennþá. Börn eru mismunandi karakterar frá upphafi og sum er alvörugefnari en önnur. Það er að koma að 12 vikna (3 mánaða) skoðun hjá henni og þú skalt tala um þetta við lækni og hjúkrunarfræðing/ljósmóður sem þú hittir þar.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
9. apríl 2015