Spurt og svarað

09. apríl 2015

Augnsamband

Sælar. Ég à eina 10 vikna stelpu - fædd 39v3d. Hún er svolítið kveisubarn og vill mikið láta halda á sér. Hinsvegar er ég farin að hafa áhyggjur af því að hún gefur lítið augnsamband - hún vissulega gefur augnsamband en bara i stutta stund og þó ég kalli a hana lítur hún ekkert alltaf a mig. Einnig er hún sparsöm á bros og gefur foreldrum sínum bara bros. Er þetta eitthvað sem ég á að hafa áhyggjur af?


 
Heil og sæl, nei mér þykir ekki tímabært að þú hafir áhyggjur af þessu ennþá. Börn eru mismunandi karakterar frá upphafi og sum er alvörugefnari en önnur. Það er að koma að 12 vikna (3 mánaða) skoðun hjá henni og þú skalt tala um þetta við lækni og hjúkrunarfræðing/ljósmóður sem þú hittir þar.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
9. apríl 2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.