Bakteríur í fötum

22.01.2007

Lifa bakteríur og vírusar í nýjum fötum þ.e. ef að einhver sem er t.d. kvefaður meðhöndlar þau?
Ég er með vikugamlan nýbura og hef verið að velta fyrir mér hvort að ég eigi að þvo öll ný föt sem hann fær í gjafir?

Kveðja,
Eyrún


 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
22. janúar 2007.

Sæl Eyrún

Já bakteríur geta lifað í fötum, dóti og þess háttar í nokkra daga eftir að hlutirnir hafa verið meðhöndlaðir af einstaklingi með sýkingu.  Bakteríur eru að vísu missterkar og sumar lifa ekki eða mjög stutt en aðrar lengur.  Það er því góður kostur að þv öll ný föt áður en barnið er látið í þau.