Spurt og svarað

30. janúar 2007

Barnabílstólar

Hæhæ nú geng ég með fjórða barnið mitt og ansi stutt eftir. Þau eru nú öll orðin stálpuð börnin mín. Ég fékk svo upp í hendurnar bílstól sem er notaður af einu barni sem er 7 ára gamalt og nú eru vinkonur mínar að  hrella mig með því að ég megi ekki nota hann þar sem hann sé orðinn of gamall og hreinlega hættulegur.  Stóllinn lítur út sem nýr og ég hef svosem hvergi fundið á netinu upplýsingar um það hvort maður megi eða megi ekki nota 7 ára gamla stóla.  Getið þið frætt mig eitthvað um þetta?  Þetta snýst sem sagt um ungbarnabílstól sem hefur einungis verið notaður í 6 mánuði og er orðinn
7 ára gamall.

Með bestu kveðju

reynd móðir en þó greinilega ekki alveg með á nótunum ( hehe)

 


 

 Komdu sæl

Vinkonur þínar hafa rétt fyrir sér.  Framleiðendur barnabílstólanna ábyrjast ekki harðplastið í stólunum nema í 5 ár.  Það hefur í raun ekkert með það að gera hvort hann er mikið eða lítið notaður, og það sést ekki endilega á honum hvað hann er gamall.  Með árunum þornar harðplastið og verður viðkvæmara fyrir hnjaski og er því ekki eins öruggt fyrir barnið.  Það er því mælt með því að nota ekki barnabílstóla sem eru eldri en 5 ára.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
30.01.2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.