Spurt og svarað

28. desember 2006

Barnabílstólar

Sælar

Það er um 45 mínútna akstur í næsta stóra kaupstað þaðan sem við búum og barnið okkar er rúmlega sex vikna.

Ég er með tvær spurningar:
1. Hvað þarf ungbarn að vera gamalt til að geta verið lengi í bílstól?
2. Hvað getur ungbarn verið lengi í bílstól án þess að hætta sé á að það skaðist?


Komdu sæl.

Ungbarnabílstólar í dag eru hannaðir þannig að barnið liggur eins og það sé í fanginu á fullorðinni manneskju.  Einnig liggur það útaf, ef stóllinn er rétt settur í bílinn þannig að álagið á háls og bak barnsins er í algjöru lágmarki.  Að sjálfsögðu verður barnið þreytt ef það er lengi í einu í stólnum en klukkutíma keyrsla ætti að vera í lagi.  Barnið grætur ef því líður illa þannig að þá er gott að stoppa í smá stund hvíla sig í annarri stellingu áður en haldið er áfram.  Það er erfitt að segja nákvæma tímalengd á því hvað barn getur verið lengi í stólnum án þess að finna fyrir því.  Börn eru misjöfn og sum una sér lengi í barnabílstól meðan önnur gera það ekki.  Stóllinn og veran í honum á ekki að skaða barnið ef fyllsta öryggis er gætt.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
28.12.2006.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.