Barnabílstólar

28.12.2006

Sælar

Það er um 45 mínútna akstur í næsta stóra kaupstað þaðan sem við búum og barnið okkar er rúmlega sex vikna.

Ég er með tvær spurningar:
1. Hvað þarf ungbarn að vera gamalt til að geta verið lengi í bílstól?
2. Hvað getur ungbarn verið lengi í bílstól án þess að hætta sé á að það skaðist?


Komdu sæl.

Ungbarnabílstólar í dag eru hannaðir þannig að barnið liggur eins og það sé í fanginu á fullorðinni manneskju.  Einnig liggur það útaf, ef stóllinn er rétt settur í bílinn þannig að álagið á háls og bak barnsins er í algjöru lágmarki.  Að sjálfsögðu verður barnið þreytt ef það er lengi í einu í stólnum en klukkutíma keyrsla ætti að vera í lagi.  Barnið grætur ef því líður illa þannig að þá er gott að stoppa í smá stund hvíla sig í annarri stellingu áður en haldið er áfram.  Það er erfitt að segja nákvæma tímalengd á því hvað barn getur verið lengi í stólnum án þess að finna fyrir því.  Börn eru misjöfn og sum una sér lengi í barnabílstól meðan önnur gera það ekki.  Stóllinn og veran í honum á ekki að skaða barnið ef fyllsta öryggis er gætt.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
28.12.2006.