Barnavagn í sól

02.07.2009

Mig langar að forvitnast með eitt. Ég á 3ja mánaða dreng sem sefur í 4 tíma úti í vagni. Núna er farið að vera svo gott veður og sólin skín beint á svalirnar hjá mér. Ég reyni að hafa drenginn léttklæddan og með sæng en hann er stundum svoldið sveittur. Ég á Emaljunga vagn sem á að vera varin fyrir sól en kemst ekki hjá því að sólin skín alltaf á vagninn. Er í lagi að sólin skíni allan tímann á meðan hann sefur í vagninum?

 


 

Komdu sæl. 

Ég myndi ekki hafa vagninn í sól þó hann eigi að vera sérstaklega varinn.  Það verður rosalega heitt í vagninum ef sólin skín á hann.  Mikill hiti hefur líka verið tengdur vöggudauða svo maður vill ekki taka áhættuna með það.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
2. júlí 2009.