Spurt og svarað

02. júlí 2009

Barnavagn í sól

Mig langar að forvitnast með eitt. Ég á 3ja mánaða dreng sem sefur í 4 tíma úti í vagni. Núna er farið að vera svo gott veður og sólin skín beint á svalirnar hjá mér. Ég reyni að hafa drenginn léttklæddan og með sæng en hann er stundum svoldið sveittur. Ég á Emaljunga vagn sem á að vera varin fyrir sól en kemst ekki hjá því að sólin skín alltaf á vagninn. Er í lagi að sólin skíni allan tímann á meðan hann sefur í vagninum?

 


 

Komdu sæl. 

Ég myndi ekki hafa vagninn í sól þó hann eigi að vera sérstaklega varinn.  Það verður rosalega heitt í vagninum ef sólin skín á hann.  Mikill hiti hefur líka verið tengdur vöggudauða svo maður vill ekki taka áhættuna með það.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
2. júlí 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.