Blæddi úr naflanum eftir að naflastúfur dottin af

19.05.2008

Mig langaði að spyrja um varðandi naflastúfinn, ég er með vikugamalt barn og hann datt af fyrir 2 dögum eða barnið var 5 daga gamalt. Svo eftir að hann datt af þá hef ég verið að halda áfram að þrífa naflann en í morgun sá ég að það blæddi úr naflanum, en ekki mikið.

Málið er hvort þetta sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?


Nei sennilega er þetta bara að klára að hreinsa sig.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. maí 2008.