Spurt og svarað

03. janúar 2007

Blautklútar

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Nú hefur verið mikil umræða á móti blautklútum undanfarið og mælt með að nota grisju í staðinn fyrir þá. Eru virkilega ekki til neinir almennilegir blautklútar á markaðnum sem er óhætt að nota á litla bossa? Hvaða skaðlegu efni eru þetta sem þarf að varast?

Kveðja,
Janúarbumba


Komdu sæl.

Það eru ilmefnin í blautklútunum sem geta valdið ofnæmi hjá börnum.  Það er annars mjög misjafnt hvað börnin þola og sum þola vel blautklúta sem sterk lykt er að en ekki klúta sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir viðkvæma húð.  Ef húðin á bleiusvæðinu verður rauð, upphleypt eða bólótt getur það verið merki um að barnið þoli ekki þá blautklúta sem verið er að nota.  Það er því gott að fara varlega í að nota klútana sérstaklega fyrstu vikurnar og mánuðina.  Nota að mestu grisjur eða svampa og hafa blautklútana t.d. þegar farið er að heiman því vissulega geta þeir verið þægilegir í notkun.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
3. jan. 2007.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.