Blautklútar

15.11.2004

Hvenær er óhætt að byrja að nota blautklúta í stað bossasvampa á ungabarn?

                               .....................................................

Í raun eru engin aldurstakmörk á því hvenær má byrja að nota blautklúta það fer bara eftir því hvað hentar þér og barninu þínu.  Ég myndi þó mæla með klútum sem eru alkóhólfríir og fyrir viðkvæma húð fyrstu vikurnar og mánuðina.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 15.11.2004.