Bleiuskipti á nóttunni

13.09.2011

Sæl og takk fyrir góðan vef!

Hvenær er óhætt að hætta að skipta um bleiu á næturnar?
Komdu sæl.

Það er í raun óhætt að sleppa bleiuskiptum um miðja nótt frá byrjun, ef ekki er kúkur í bleiunni.  En svo verður hver og einn að meta hvað er best út frá sínu barni og hversu viðkvæm húð þess er.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
13. september 2011.