Bossakrem

24.01.2007

Ég er með einn rúmlega viku gamlan gutta og hann er kominn með rauðan bossa og smá sár. Hvað má bera á svona mjúka og nýja bossa til að græða?

Kveðja, gurl.Komdu sæl, og takk fyrir að leita til okkar

Húðin getur verið viðkvæm á litlum krílum og það besta er að halda bossanum þurrum og hreinum. Gott er að viðra bossann og láta loft leika um hann eins mikið og hægt er því bleian lokar húðina inni og er oftast rök. Þrífa hægðir strax svo ekki liggi neitt við húðina þá bara með vatni og svampi en forðast blautklúta, sem stundum innihalda ilmefni. Það gæti þurft að skipta um bleyjutegund. Nota hlutlaus krem og þá aðeins mjög þunnt lag. Ef húðin lagast ekki berðu það þá upp við hjúkrunarfræðinginn í ungbarnaverndinni þinni.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. janúar 2007.