Spurt og svarað

28. nóvember 2012

Bráðvantar hjálp

Sæl
Ég er með einn sem er að verða 3 mánaða og er ég í þvílíkum vandræðum með hann. Það er semsagt þannig að hann sofnar ekki af því að hann er alltaf að rembast og ef hann sofnar að þá rembist hann í svefni og fer svo að öskra og gráta af því að hann getur ekki kúkað. Ég er algjörlega ráðþrota og veit ekki hvað meira ég get gert. Ég er með hann á malt extract og þá fær hann bara blautar hægðir þannig ég reyndi að breyta því en það hjálpar ekkert svo ég reyndi að setja hann á aðra mjólk. Hann var fyrst á Nan 1 en prófaði svo SMA og svo prófaði ég smá soya, samkvæmt læknisráði en það hjálpaði ekki þannig ég fór aftur á Nan1. Svo fór ég með hann til læknis og þá kom í ljós að hann væri með blöðrubólgu og sennilega búinn að vera með hana í meira en mánuð þannig að hann fékk sýklalyf, þá róaðist hann loksins og svo 1 degi eftir að við komum heim að þá fékk hann eitthvað sem kallast uppástrokkun garna og þurfti að fara í aðgerð og varð fínn eftir hana og það minnkaði aðeins þessi rembingur. Eftir að hafa verið með hann heima núna í um það bil 3 vikur að þá er hann aftur byrjaður þannig við fórum með hann á heilsugæsluna og það var tekið þvagsýni en ekkert fannst og núna er hann svo upptekin af því að rembast að hann nær varla að sofna á daginn (nær svona 10-15 mín) og allur dagurinn fer í það að reyna að svæfa hann af því hann er svo geðillur að fá engan svefn. Ég er búin að prufa að nudda magann og láta hann hjóla og ýta löppunum að maganum og það hjálpar stundum en hann er svo upptekin við það að rembast að þegar hann er búinn að kúka að þá byrjar hann að rembast aftur eftir 5 mín og verður aftur pirraður. Til þess að taka þetta allt saman að þá er ekkert að sem sést að utan hann rembist allan daginn og nóttina og grætur af því að hann er að rembast og finnur til þegar hann gerir það. Hann grætur þegar hann er sofandi af verkjum og pirring og vaknar stundum grátandi. Hann er alltaf með spenntan líkama og slakar voðalega sjaldan á. Ég gef honum einn stíl núna áður en hann fer að sofa og þá kannski slakar hann pínu á til þess að ég nái að svæfa hann.
Ég er gjörsamlega algjörlega ráðþrota þannig ég pantaði tíma hjá meltingarsérfræðingi og fengum við tíma seint í desember. En barnið mitt getur ekki beðið svona lengi hann finnur til og sefur ekki
.Sæl
Þetta virðist nú ekki vera búið að vera auðvelt hjá ykkur. Ég hef því miður engin ráð fyrir ykkur þar sem vandamálið nær út fyrir þekkingu ljósmæðra. Það sem ég get hinsvegar bent ykkur á að gera í stöðunni er einfaldlega að fara með drenginn á Barnaspítala hringsins í skoðun. Hann er búinn að fara í aðgerð á Barnaspítalanum vegna þessa vandamáls áður og það þarf að líta á hann sem fyrst ef hann er að sýna sömu hegðun og fyrir aðgerð. Þið eruð alltaf velkomin á Barnaspítalann.
Gangi ykkur vel


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. nóvember 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.