D vítamín og járn fyrir börn

24.02.2009

Sæl og takk fyrir góða síðu!


Ég á 6 mánaða gamla stelpu og bý í Danmörku.
Getur þú sagt mér hvaða vítamínum er mælt með að gefa börnum á Íslandi?  Hér
í Danmörku er mælt með D vítamíni (10 mikrogram) daglega frá 14 daga til 1 árs. Síðan er mælt með járni (8,8 mg) daglega frá 6 mánaða til 1 árs. Er
börnum gefið járn á Íslandi?  Hvenær má byrja að gefa börnum lýsi og hvað mikið?

Bestu kveðjur


Komdu sæl

Á Íslandi er mælt með að gefa börnum D-vítamín frá 4 vikna aldri og helst alla ævi.  Hér er mælt með að börn fái Stoðmjólk eftir að brjóstagjöf lýkur (6 mánaða) og til tveggja ára en hún er járnbætt.  Börn mega fá lýsi frá 4 vikna en oftast er farið að gefa þeim það þegar þau fara að fá fasta fæðu.  Þau eiga að fá 5 ml/dag af krakkalýsi.


Kveðja


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. febrúar 2009.