Spurt og svarað

02. júlí 2009

D vítamín og óværð

Hæ.

Ég á 11 vikna dreng sem nærist og dafnar vel. Hann hefur aðeins verið með smá kveisu á kvöldin (frá 20-22) og verður þá mjög reiður á brjóstinu og grætur. En það er samt alveg hægt að hugga hann ef ég læt hann bara hætta að drekka.  Ég hætti um daginn að gefa honum D-dropana í viku og svo um leið og ég byrjaði á að gefa honum þá aftur þá finnst mér þessi kveisa vera komin aftur á kvöldin.  Eru dæmi um að þessir dropar fari illa í magann á börnum?  Má ég prufa að gefa honu lýsi í staðinn? 

Takk fyrir frábæran vef

Kveðja María

 


 

 Komdu sæl María.

Óværð á kvöldin er algeng og tengist frekar þreytu barnsins eftir daginn og svo því að brjóstamjólkin er ekki alveg eins saðsöm á kvöldin og fyrripart dags.  Oftast dugar að hafa barnið meira á brjósti en þú talar um að láta hann hætta að drekka.  Er hann þá ekki bara saddur?

Ef þú ert að gefa D vítamínið á morgnanna þá er óværðin á kvöldin ekki þess vegna.  En ef þú ert að gefa það seinni part dags er það til í dæminu (en þó mjög sjaldgæft) að svona gömul börn þoli það ekki.  Þú mátt gefa honum krakkalýsi en þá bara byrja rólega og auka smám saman upp í 5 ml á dag.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
2. júlí 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.