Spurt og svarað

14. mars 2008

Daktacort á bleiusvæði

Sælar og takk fyrir gódan vef

Mig langar ad spyrja út í sveppakremið Daktacort.  Ég bý erlendis og var að eignast mitt annað barn.  Þegar ég átti mitt fyrst barn á Íslandi var mér ráðlagt af heimaþjónustunni að bera daktacort á bleyjusvæðið við sveppasýkingu,svo ætlaði ég að vera góð mamma og eiga þetta krem til á heimilinu ef þad seinna skyldi fá sýkingu, ég fór í apótekid til að kaupa kremið en þá var mér hálfpartinn neitað um þad því maður notaði ekki þetta krem á rassinn á ungabörnum og börn í Dk fengju svo sjaldan sýkingu.

Núna er barnid komið med sýkingu ( 5vikna) og ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara í apótekið og heimta kremið eða hvort ég eigi að kaupa eitthvað annad krem.

Getiði hjálpad mér með þetta vandamál.

Bkv Ida


 Sæl Ida

Hér á Íslandi ráðleggjum við  Daktacort á bleiusvæði þar sem er sveppasýking.  En það eru greinilega mismunandi siðir í hverju landi svo ef þú getur ekki nálgast Daktacort geta þær í apótekinu kannski ráðlagt þér eitthvað annað sem virkar.  Ef ekki skaltu fara með barnið til læknis og fá hann til að ávísa einhverju kremi við þessu.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. mars 2008.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.