Dicykloverinhydroklorid

16.02.2009

Sæl.

Þannig er mál með vexti að ég er með eina litla snúllu sem er 4 vikna og fór ég með hana til læknis vegna þess að hún er alltaf að rembast og sperra sig allan sólahringinn og svo kl 11 á kvöldin byrjar hún að öskra af kvölum. Læknirinn lét mig strax hafa þetta lyf eftir að hafa rétt potað í nárann á henni og þreifað á kollinum.  Vitiði eitthvað um þetta lyf?  Ég var að skoða umræður um þetta og eru ekki allir hlynntir því að nota þetta lyf vegna slæmra aukaverkana en ég er ekki alveg klár hverjar þær eru. 

Með von um svör

Ung móðir með áhyggjur


Komdu sæl 

Þar sem lyfið er ekki á skrá í Íslandi er ekkert um það í íslenskum lyfjaskrám.  Ég vil benda þér á svör á doktor.is við þessu og að spyrja lækninn frekar út í þetta.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. febrúar 2009.