Spurt og svarað

16. febrúar 2009

Dicykloverinhydroklorid

Sæl.

Þannig er mál með vexti að ég er með eina litla snúllu sem er 4 vikna og fór ég með hana til læknis vegna þess að hún er alltaf að rembast og sperra sig allan sólahringinn og svo kl 11 á kvöldin byrjar hún að öskra af kvölum. Læknirinn lét mig strax hafa þetta lyf eftir að hafa rétt potað í nárann á henni og þreifað á kollinum.  Vitiði eitthvað um þetta lyf?  Ég var að skoða umræður um þetta og eru ekki allir hlynntir því að nota þetta lyf vegna slæmra aukaverkana en ég er ekki alveg klár hverjar þær eru. 

Með von um svör

Ung móðir með áhyggjur


Komdu sæl 

Þar sem lyfið er ekki á skrá í Íslandi er ekkert um það í íslenskum lyfjaskrám.  Ég vil benda þér á svör á doktor.is við þessu og að spyrja lækninn frekar út í þetta.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. febrúar 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.