Spurt og svarað

24. maí 2006

Eftirskoðun og grænar hægðir hjá barni

Sælar!

Ég þurfti að fara í útskrap þar sem fylgjubiti var eftir í leginu. Aðgerðin gekk vel en mér láðist að spyrja hvort ég þyrfti að koma í eftirskoðun. Ég spyr því: Þarf ég að fara í skoðun eftir einhvern vissan tíma til að láta athuga hvort allt sé í lagi?

Annað sem mig vantar að vita. Ég þarf að taka inn sýklalyf útaf aðgerðinni. Eftir að ég fór að taka sýklalyfin hafa hægðirnar hjá barninu mínu breyst.Núna eru þær orðnar grænar, svona „pestó“ grænar. Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af? Best að taka það fram að barnið er sex vikna og er eingöngu á brjósti.


Sælar!

Margar konur fara í svokallaða eftirskoðun 6 til 8 vikum eftir fæðingu - sérstaklega ef þarf að athuga sauma og fleira. Konur velja það mikið sjálfar hvort þær fara í þessa skoðun, en það er gott að vita - að heilsan sé í lagi. Þetta með hægðirnar þær verða stundum grænar hjá barninu oft er engin ástæða fyrir því - stundum matarræði hjá móður. Ef barnið þyngist vel og heilsast vel - þá höfum við ekki áhyggjur að þessu.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
24. maí 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.