Ekki hægðir í 14 daga

29.08.2011

Hafið þið lent í því að 6 vikna gamalt barn hafi ekki haft hægðir í 14 daga og er eingöngu á BM? Læknir er búinn að líta á drenginn og kviður er mjúkur og drengur nokkuð rólegur. En hann rembist tiltölulega mikið yfir daginn sem og á nóttunni. Hver er ykkar reynsla... það er svo erfitt að bíða eftir næsta kúk!

Bestu kveðjur og þakka góðan vef,

áhyggjufulla mammanKomdu sæl.

Já þetta gerist og ef barnið er bara á brjósti þarftu engar áhyggjur að hafa, kúkurinn skilar sér.  Þú getur reynt að örva þarmahreyfingar með því að "láta barnið hjóla" og nudda kviðinn í sömu átt og ristillinn liggur frá hægri til vinstri.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. ágúst 2011.