Spurt og svarað

29. ágúst 2011

Ekki hægðir í 14 daga

Hafið þið lent í því að 6 vikna gamalt barn hafi ekki haft hægðir í 14 daga og er eingöngu á BM? Læknir er búinn að líta á drenginn og kviður er mjúkur og drengur nokkuð rólegur. En hann rembist tiltölulega mikið yfir daginn sem og á nóttunni. Hver er ykkar reynsla... það er svo erfitt að bíða eftir næsta kúk!

Bestu kveðjur og þakka góðan vef,

áhyggjufulla mammanKomdu sæl.

Já þetta gerist og ef barnið er bara á brjósti þarftu engar áhyggjur að hafa, kúkurinn skilar sér.  Þú getur reynt að örva þarmahreyfingar með því að "láta barnið hjóla" og nudda kviðinn í sömu átt og ristillinn liggur frá hægri til vinstri.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. ágúst 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.