Endurkoma nýbura - læknisskoðun

11.09.2007

Ég var að velta því fyrir mér hvort þið gætuð sagt mér frá því hvaða atriði eru skoðuð og eftir hverju er leitað þegar nýburar koma í læknisskoðun nokkrum dögum eftir fæðingu?

Kveðja, Jórunn.


Sæl!

Í endurkomuskoðun er áherslan á að hlusta hjartað þar sem sumir hjartagallar eru þess eðlis að þeir koma í ljós nokkrum dögum eftir fæðingu, auk þess er farið yfir almennt útlit, mjaðmaliðir skoðaðir, augu, gerð heyrnamæling. Einnig er barnið vigtað.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. september 2007.