Er í lagi að setja spritt á naflastúfinn?

03.11.2006

Sælar!

Mig langaði til að forvitnast hvort það sé í lagi að setja spritt á naflastúfinn hjá nýburum? Naflastúfurinn er reyndar ný dottinn af hjá minni (á 8. degi) og ég notaði bara vatn og bómullarpinna. En fór svo að velta þessu fyrir mér, maður heyrir svo mismunandi sögur. Hvað er rétt? Má eða má ekki nota spritt á stúfinn?

Kærar kveðjur, nýbökuð.


Það á ekki að þurfa ef allt er eðlilegt, það er stundum sett sótthreinsandi á stúfinn ef einhver roði hefur gert vart við sig í kring annars ekki.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. nóvember 2006.