Eru rafsegulbylgjur skaðlegar börnum?

17.03.2008

Góðan daginn,
Teljið þið óráðlegt að hafa svokölluð barnapíutæki hjá barni í barnavagni?   Ég velti fyrir mér hvort tækin sendi ekki frá sér skaðlegar rafsegulbylgjur og hvort börn eigi yfir höfuð að sofa með raftæki sér við hlið. Ég hef svo sem aldrei heyrt varað við þessum tækjum og veit að margir eru með tæki sem þessi í vögnunum - en í ljósi umræðu um rafsegulbylgjur þá er vert að velta þessu fyrir sér.
 
Bestu þakkir fyrir fyrirmyndar vef!


Komdu sæl

Ég vil benda þér á að leita á vísindavefnum að svari við þessari spurningu t.d. á slóðinni:  http://www.visindavefur.is/svar.php?id=308

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
17. mars 2008.