Spurt og svarað

15. október 2008

Fæðingarop / Fontanella

Sæl

Ég er með eina spurningu sambandi við holuna á höfðinu sem ég veit ekki hvað er kölluð svo ég segji bara fæðingarop:) Dóttir mín fór í 6 vikna skoðun í vikunni og sagði læknirinn sem er ekki barnalæknir að opið væri mjög lítið en ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, opið er á stærð á við fingurgóminn á mér. Hvaða afleiðingar getur þetta haft og finnst þér ástæða til þess að leita til barnalæknis.

Með fyrirframþökk.


Komdu sæl

Þetta gat heitir Fontanella og í raun eru þær tvær á höfði barnsins, önnur ofan á kollinum en hin aftar á hnakkanum og er erfiðara að finna hana.  Venjulega hefur þetta lokast alveg um 2ja ára aldurinn en ef það lokast mikið fyrr getur það orsakað aukinn þrýsting á heila barnsins sem stækkar ört á fyrstu mánuðunum og árunum.  Það hvort opið er stórt eða lítið skiptir ekki öllu máli heldur hvenær það lokast og hvort höfuðið stækkar eðlilega en það er fylgst nákvæmlega með því í ungbarnaverndinni.

Gangi þér vel

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. október 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.