Spurt og svarað

26. ágúst 2008

Fatnaður á ungbörn

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef.

Ég er að velta fyrir mér nú á ég u.þ.b. 2½ mánuð eftir af meðgöngunni og er búin að þvo þau föt sem ég á núna á barnið. Þarf að þvo fötin aftur? Þarf ekki að þvo öll ný föt áður en þau eru notuð?


Sæl nóvemberbumba!

Ég tel æskilegt að þvo öll föt sem þú ætlar að nota á ungabarn. Það er ágætt að nota milt þvottaefni sem ætlað er ungum börnum (t.d. Milt fyrir barnið) eða sem innihalda ekki ertandi lyktar- og litarefni (t.d. Neutral). Sumir hafa vanið sig á að þvo ungbarnafatnað einungis með vatni. Þegar þú hefur þvegið fatnaðinn er gott að ganga frá honum í hreina plastpoka og loka þeim og geyma fatnaðinn þannig þangað til þú ferð að nota hann. Þá ætti ekkert ryk og óhreinindi að geta komist í fatnaðinn og þú ættir ekki að þurfa að þvo hann aftur.

Með kveðju,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.