Eftirlit á meðgöngu kvenna sem hafa fæðst með fæðingargalla

24.11.2006

Hæ,hæ!

Ég var að spá hvernig er með konur sem hafa fæðst með fæðingargalla eins og t.d ég sem fæddist með óþróaða útlimi (vefir úr líknarbelgi hindruðu vöxt þeirra), hvort að þær þurfi að fara einhverra sérstaka leið þegar kemur að mæðravernd og meðgöngu. Þarf ég að mæta fyrr eða fara í fleiri skoðanir eða eitthvað þannig? Ég veit að það sem gerðist fyrir mig gerðist í kringum 5 viku þannig að það er mjög snemmt en hve snemma er hægt að sjá hvort eitthvað er að? Mamma mín eignaðist 2 önnur börn (ég er í miðjunni) sem voru fullkomlega heilbrigð þannig að ég er bara einsdæmi í fjölskyldunni. Eru einhverjar líkur á að fæðingargallar sem teljast ekki sem sjúkdómar erfist? Er einhver þörf fyrir mig að hafa samband við meðgönguvernd fyrir 12 vikur? Ætti ég kannski að kíkja til einhverra sérstakra lækna þar sem ég er að reyna að eignast barn?

Með fyrir fram þökk „ein clueless“.

p.s. ég veit að þú getur ekki svarað öllum þessum spurningum með fullri vissu en ég væri til í að vita hver reynsla þín af svona málum er.

 


 

Sæl!

Þegar ekki er um erfðagalla að ræða á ekki að þurfa neina sérstak meðhöndlun, sennilega eitt stakt tilfelli og ekki líkur á endurtekningu. Hins vegar held ég að það sé ágætt að byrja á að fara á stofu til fæðingalæknis til að ræða málin og koma svo í sónar við 11-14 vikur.

yfirfarið 29.10.2015