Spurt og svarað

07. febrúar 2009

Flensa og mótefnamyndun

Mig langar til að vita hvort barnið myndi mótefni gegn þeim vírusum sem maður veikist af á meðgöngu. Núna er flensufaraldurinn að ná hámarki og ef ég veiktist af henni á þessum síðustu vikum meðgöngunnar (er komin 38 vikur á leið) er barnið þá varið gegn henni þegar það fæðist? Hvað ef maður er t.d. ekki búin að jafna sig af pestinni þegar maður fæðir, á maður þá á hættu að smita nýfætt barnið?

Með bestu kveðju, Tinna.


Sælar!

Nýfædd börn fæðast með einhver mótefni sem þau fá frá móður sinni en það er ekki mikið. Síðan fá þau mótefni með móðurmjólkinni og í bókunum er talað um að aðalaukningin (toppur) á mótefnum er fyrstu sólarhringana eftir fæðinguna og síðan halda mótefnin áfram að myndast jafnt og þétt.
Það er erfitt að svara hvort börn séu varin gegn sýkingum eftir fæðingu, ef móðir er með flensu, það fer eftir tegund sýkingar t.d. bakteríu eða veiru og aðstæðum hverju sinni. Meginreglan er að passa það að nýfædd börn séu ekki í umhverfi þar sem sýkingar eru í gangi.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. febrúar 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.