Flökkuvörtur

30.04.2012

Sæl og takk fyrir góðan vef.

Þannig er að 6 ára strákurinn minn er með leikskólavörtur, er eitthvað sem ég þarf að passi mig á? Er genginn 20 vikur. Eins vegna nýburans?


Komdu sæl.

Flökkuvörtur eru algengastar hjá börnum þó þær geti komið á öllum aldri.  Fullorðnir hafa þó oft myndað mótefni gegn þessu og smitast því síður.  Það sem þú getur helst gert er að reyna að forðast smit með þvi að halda fötum og handklæðum barnanna aðskildum, hafa þá ekki bera saman, passa handþvott o.s.frv.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
30. apríl 2012.