Spurt og svarað

01. september 2004

Flug með börn

Ég er að fara í flug með mánaðagamalt barn frá Reykjavík til Ísafjarðar. Hvað get ég gert til þess að hún fái ekki hellur? Ég hef heyrt alls kyns ráð eins og t.d. að gefa henni brjóst í flugtaki, láta bómull fyrir eyrun og þykka húfu yfir og halda svo þétt að eyrunum og svo hef ég heyrt að það sé gott að setja plastglös yfir bæði eyrun. Hefur þú eitthver önnur ráð fyrir mig eða get ég notað eitthvað af ofantöldu?

Með fyrirfram þökk.

Komdu sæl, og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn.

Það er yfirleitt auðvelt að ferðast með ungbörn flugleiðis því þau sofa oftast nær alla leiðina en það er eðlilegt að þú veltir fyrir þér, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að barnið fái hellu fyrir eyrun. Við fullorðna fólkið, sem höfum upplifað það vitum hvað það getur verið hvimleitt og valdið okkur mismiklum óþægindum en stundum sársauka. Það hefur gagnast vel að gefa barni að drekka, annað hvort brjóst eða pela, bæði í flugtaki og þegar vélin lækkar flugið. Við það að vera sífellt að kyngja jafnast þrýstingurinn sitt hvorum megin við hljóðhimnurnar og hella myndast síður fyrir eyrun. 

Vona, að ferðin vestur gangi vel hjá ykkur!

Kveðja, Kolbrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í júní 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.