Spurt og svarað

07. febrúar 2011

Flug með nýbura

Takk fyrir æðislegan vef.

Ég bý erlendis (í mið-Evrópu) og á að eignast barn í lok júní og langar rosalega mikið til að fara til Íslands í heimsókn í sumar en þarf að vera komin til baka í byrjun ágúst. Ég er mikið búin að vera að velta því fyrir mér hvað ungbörn mega vera gömul
þegar farið er í flug með þau. Flugið sem ég færi í er beint og tekur u.þ.b. 3 tíma. Væri þakklát fyrir ráðleggingar því mér finnst þetta frekar erfiðar ákvarðanir.

Takk kærlega.

Komdu sæl.

 

Það eru mér vitandi ekki nein takmörk á því hversu ung börn mega fljúga.  Hinsvegar er ekki ráðlegt að vera með nýfædd börn í fjölmenni og loftræstingu þar sem ónæmiskerfi þeirra er mjög viðkvæmt þessa fyrstu mánuði og sýkingar geta verið þeim hættulegar.  Árstíminn er samt hagstæður hvað það varðar.  Niðurstaðan er samt sú að þetta er þitt barn og engin getur tekið þessa ákvörðun nema þú.

P.S. stuttu eftir að svarið birtist hér barst okkur þessi ábending:

Sá svar ykkar við fyrirspurn um flug nýbura og langaði að benda á að flugfélögin fljúga yfirleitt ekki með nýbura yngri en 2 vikna.

Við þökkum ábendinguna.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. febrúar 2011. 


 Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.