Flug með ungbörn

01.03.2006

Ég var að velta því fyrir mér hvaða aldri börn þurfi að ná áður en farið er með þau í flug?

.................................................................................................

Komdu sæl!

Nú á tímum hraða og tækni ferðast ungbörn gjarnan með foreldrum sínum hvert á land sem er og jafn vel út í heim. Mér er ekki kunnugt um nein aldurslágmörk varðandi flug en flugfélögin ættu að geta svarað vangaveltum þar að lútandi. Það ber einnig að hafa í huga öryggi barna á slíkum ferðalögum.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Kolbrún Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. mars 2006.