Frunsur og smithætta

05.09.2012
Sælar
Ég vaknaði í morgun með frunsu og þori ekki að kyssa og knúsast í barninu mín því ég heyrði sögu af barni sem smitaðist af herpes þegar móðirin var með frunsu. Ég byrjaði á að þvo mér hendurnar og sótthreinsa áður en ég skipti á stráknum, en svo á maður það til að gleyma frunsunni. Er mikil smithætta af frunsum?Sæl
Frunsur eru mjög smitandi, þær smitast mjög auðveldlega með vessa úr frunsunni. Smitið getur verið með beinni snertingu eins og kossum eða borist frá frunsunni t.d. með fingri. Frunsuveiran, oftast herpes simplex 1, er þó viðkvæm fyrir hitabreytingum og þolir illa þurrk. Besta ráðið til að forðast smit er að forðast að snerta frunsuna, þvo hendur og e.t.v. reyna að hylja frunsuna, t.d. með plástri.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. september 2012