Spurt og svarað

05. september 2012

Frunsur og smithætta

Sælar
Ég vaknaði í morgun með frunsu og þori ekki að kyssa og knúsast í barninu mín því ég heyrði sögu af barni sem smitaðist af herpes þegar móðirin var með frunsu. Ég byrjaði á að þvo mér hendurnar og sótthreinsa áður en ég skipti á stráknum, en svo á maður það til að gleyma frunsunni. Er mikil smithætta af frunsum?Sæl
Frunsur eru mjög smitandi, þær smitast mjög auðveldlega með vessa úr frunsunni. Smitið getur verið með beinni snertingu eins og kossum eða borist frá frunsunni t.d. með fingri. Frunsuveiran, oftast herpes simplex 1, er þó viðkvæm fyrir hitabreytingum og þolir illa þurrk. Besta ráðið til að forðast smit er að forðast að snerta frunsuna, þvo hendur og e.t.v. reyna að hylja frunsuna, t.d. með plástri.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. september 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.