Fyrirferð undir geirvörtum ungbarna

28.03.2011

Góðan dag.

Litla stelpan mín sem er fjögurra mánaða er enn með hnúða undir geirvörtunum. Ég hafði samband við heimilislækninn minn sem sagði að þetta væri af völdum hormóna úr móðurmjólkinni. Ég hef virkilegar áhyggjur af þessu. Á ég að panta tíma hjá barnalækni eða á ég að taka þessa skýringu trúanlega?

Kærar þakkir


Komdu sæl

Heimilislæknirinn hefur rétt fyrir sér.  Þetta er vegna hormóna úr móðurmjólkinni og er algjörlega hættulaust.  Þetta mun hverfa með tímanum. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28. mars 2011.