Spurt og svarað

28. október 2004

Fyrsta flug.

Ég bý erlendis en á von á mínu fyrsta barni og langar að fara sem fyrst með það heim til Íslands.  Þetta eru reyndar 2 flug um 2 til 3
tímar hvert.  Hvenær er mér óhætt að fara með lítið kríli.  Hvað þarf
það að vera orðið gamalt?
Með fyrirfram þökk
Auður Lind

                          ............................................................

Sæl og blessuð!

Þér er alveg óhætt að fara með barnið í flugvél þegar þú sjálf treystir þér
til þess. Eins og alltaf ætti maður þó að nota heilbrigða skynsemi og fara
ekki í slík ferðalög með hvítvoðung ef von er á vondum veðrum eða mjög
miklum kulda. Það er ekkert sem mælir sérstaklega á móti því að fara með
lítið barn flugvél svo lengi sem barnið er frískt, því er hlýtt og það hefur
brjóstið hennar mömmu sinnar með sér.  Það er gott að láta þau drekka í
flugtaki og lendingu því það hjálpar þeim að þrýstijafna eyrun sín og kemur
þannig í veg fyrir óþægindi í eyrunum.
Gangi þér vel og góða ferð þegar þar að kemur!

Kær kveðja,

Halla Björg Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, 27.október,2004.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.