Eftirlit konu með meðgöngusykursýki

27.04.2011

Hvernig er eftirliti háttað hjá konu með meðgöngusykursýki?


Komdu sæl.

Það er einstaklingsbundið og fer eftir því hversu góð sykurstjórnunin er.  Þegar kona greinist með meðgöngusykursýki fær hún venjulega viðtal við lækni, hjúkrunarfræðing og næringarfræðing á göngudeild sykursjúkra á LSH.  Hún fær mæli til að mæla blóðsykurinn sjálf og fær svo einn tíma í framhaldinu á Áhættumeðgönguvernd á LSH þar sem farið er yfir mataræðið og tölurnar yfir blóðsykurinn hjá viðkomandi konu.  Ef vel gengur getur hún þá haldið áfram venjulegri mæðravernd á sinni heilsugæslustöð.

Ef sykurstjórnun gengur illa og ef konan þarf að fara á Insúlin er hún venjulega í áframhaldandi mæðravernd á Áhættumeðgönguvernd Landspítalans.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
27. apríl 2011.