Spurt og svarað

06. desember 2005

Gentian violet við sveppasýkingu í munni

Strákurinn minn 6 vikna er með sveppasýkingu í munni, hvítar skánir, nagar mikið á sér puttana. Heilsugæslulæknirinn minn vildi gefa honum Gentian violet 0,5%-1% í stað þess að skrifa út Mycostatin. Hann orðaði að það væri meira vesen að nota mycostatin. Er ekki betra fyrir mig að nota Mycostatinið? Er óhætt að gefa svona ungum börnum fjólubláu lausnina?

...................................................................................................

Sæl og blessuð.

Já, ég er alveg sammála lækninum þínum. Gentian violet er mjög góður kostur við nýlegri sveppasýkingu. Það er lítið vesen. Borið x 1 á dag í 3-5 daga. Mycostatin þarf að bera á eftir hverja einustu gjöf í 14 daga. Já Gentian violet má gefa svo ungum börnum. Ég vona svo að þú sért með það alveg á hreinu að það þarf að meðhöndla geirvörturnar á þér samtímis. Það hefur náttúrlega enga þýðingu að meðhöndla einn stað af þremur sem eru í svo náinni snertingu oft á dag.

Með ósk um góða meðferð,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. desember 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.