Grænar hægðir

29.06.2007

Sælar og takk fyrir frábæra vefsíðu!

Ég er með 8 vikna gamalt barn sem er eingöngu á brjósti og hefur kúkað grænu í u.þ.b 4 vikur. Það er gulur kúkur í hverri bleiu en hann er líka grasgrænn í u.þ.b. annarri hverri. Ég talaði við barnalækni þegar ég fór með barnið í 6 vikna skoðun og hann sagði að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af þar sem barnið er í fínni kúrfu, þyngist og sefur vel og er mjög rólegt og gott. Hvað er það sem gerir hægðirnar svona grænar, þetta er alveg grasgrænt eða eins og steinselja!

Með fyrirfram þökk!


Sæl og blessuð.

Ég er alveg sammála barnalækninum. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ástæðan getur verið mjög einföld eins og t.d. að í fæðu þínu sé eitthvað sem veldur þessu. Það er vitað að margar grænmetis og ávaxtategundir geta valdið litabreytingum svo og vítamín, lyf og fæðubótarefni. Gæði mjólkurinnar eru þau sömu. Þetta er bara litur. Vona að þetta útskýri eitthvað.   

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
29. júní 2007.