Spurt og svarað

29. júní 2007

Grænar hægðir

Sælar og takk fyrir frábæra vefsíðu!

Ég er með 8 vikna gamalt barn sem er eingöngu á brjósti og hefur kúkað grænu í u.þ.b 4 vikur. Það er gulur kúkur í hverri bleiu en hann er líka grasgrænn í u.þ.b. annarri hverri. Ég talaði við barnalækni þegar ég fór með barnið í 6 vikna skoðun og hann sagði að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af þar sem barnið er í fínni kúrfu, þyngist og sefur vel og er mjög rólegt og gott. Hvað er það sem gerir hægðirnar svona grænar, þetta er alveg grasgrænt eða eins og steinselja!

Með fyrirfram þökk!


Sæl og blessuð.

Ég er alveg sammála barnalækninum. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ástæðan getur verið mjög einföld eins og t.d. að í fæðu þínu sé eitthvað sem veldur þessu. Það er vitað að margar grænmetis og ávaxtategundir geta valdið litabreytingum svo og vítamín, lyf og fæðubótarefni. Gæði mjólkurinnar eru þau sömu. Þetta er bara litur. Vona að þetta útskýri eitthvað.   

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
29. júní 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.