Spurt og svarað

23. september 2012

Grætur alltaf þegar hún á að borða

Sælar og takk fyrir yndislegan vef.
Hann hefur hjálpað mikið síðasta árið :)

Málið er að ég er núna með tælega 8 mánaða gamla stelpu sem er mjög ákveðinog dugleg. Hún hefur alltaf verið á fínu róli í þyngd og lengd og læknarnir yfir höfuð mjög ánægðir með hana. Hún situr, stendur upp við allt og meira að segja labbar ef hún ýtir dótakassa á undan sér :) Vandamálið er það að frá upphafi hefur það verið kvöl og pína að gefa henni að borða. Það er nánast alveg sama hvað ég prófa að gefa henni, hún situr bara og gargar.

Það er alveg undantekning að hún taki vel á móti því sem ég gef henni, og þá reyni ég að gefa henni það sama að borða næst, því ég held kannski að henni líki þá við þá matartegund. En þá vill hún hana ekkert endilega næst. Ég er búin að reyna að láta hana sitja í matarstólnum, sitja með hana í fanginu og láta pabbann halda á henni á meðan ég gef henni en það virðist engu skipta hvað ég reyni. Hún stendur bara á orginu ! Mér var sagt í síðustu skoðun að hún mætti ekki fá meiri þurrmjól/stoðmjólk en 500 ml á dag. En mjólkin er það eina sem ég kem ofan í hana. Má hún þá ekki fá meira en það ? Ég er búin að fara með hana 2x til læknis á einni viku því að hún er búin að vera með kvef en þeir segja að hún nái sér bara sjálf, svo að það ætti ekki að hafa áhrif á þetta. Enda byrjaði hún á þessu löngu áður en hún kvefaðist. Ég er gjörsamlega að gefast upp á þessu, og kvíði fyrir að byrja að gefa henni að borða og er mest farið að langa til að fara bara að grenja líka.
Er eitthvað sem ég get prófað annað ?
Kveðja Ein uppgefin!


 

Sæl

Hér getur þú séð svar ljósmóður varðandi erfiðleika við að gefa barni sem

ennþá er á brjósti mat.

Er stúlkan þín ennþá að fá brjóstamjólk? Það gæti útskýrt að hún væri kannski að fá mikinn hluta næringar úr brjóstamjólk. Samkvæmt bæklingi lýðheilusstöðvar um næringu ungbarna er ráðlagt að gefa ekki meira en 500 ml af mjólkurvörum á sólarhring, þú gætir mögulega vatnsbætt í pelann til að auka magnið.

Þar sem hún er að þyngjast eðlilega og er greinilega kröftug miðað við lýsingu þína þá er hún með góðar næringarbirgðir.

Mér dettur helst i hug að þú gætir prófað að leyfa henni að borða sjálfri, stundum eru kröftug börn mjög sjálfstæð og vilja gera hlutina sjálf. Getur búið til litlar kúlur t.d. úr kartöflumús, skorðið ávexti niður og notað fæðisnet eða haft soðið brokkolí í litlum bitum. Getur séð betur inn á þessari síðu hugmyndafræðina :

Gangi ykkur vel að gera fjölskyldumáltíðna að skemmtilegri og notalegri stund án tára.

 

Margrét Unnur Sigtryggsdóttir,

Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,

21.september 2012

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.