6 vikur og blæðing

20.01.2015

Ég er komin u.þ.b 6 vikur á leið og fór tvisvar í snemmsónar í síðustu viku, vegna þess að mér blæddi mjög mikið í um klukkutíma einn daginn, algjörlega án verkja. Svo hætti þetta álíka snöggt og það byrjaði. Kvensjúkdómalæknirinn taldi fyrst að ég væri að missa og að ég myndi fá frekari verki og blæða meira. Í seinni skoðuninni var hún ekki svo viss. Hún sá þá fóstursekk og mögulega nestispoka neðst í leginu, s.s. ekki alveg á réttum stað. Það hefur ekki blætt neitt meira og ég finn fyrir miklum togverkjum. Þekkið þið til þess að fóstur þroskist eðlilega ef það er staðsett neðst í legi? S.s. ekki á þessum hefðbundna stað? Læknirinn vildi segja sem minnst, þar sem þetta gæti farið á báða vegu. Eina sem ég vildi vita hvort það væri yfir höfuð möguleiki að allt sé eðlilegt undir þessum kringumstæðum?


Sæl og blessuð, jú það er möguleiki á að allt muni ganga vel en það er því miður ekkert sem hægt er að gera til að breyta útkomunni. Náttúran verður að hafa sinn gang. Eins og læknirinn þinn segir þá getur þetta farið á báða vegu. En semsagt það er bara tíminn sem leiðir í ljós hvernig þetta fer.

bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
20. jan. 2015