Gröftur í augum

03.07.2007

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Litla yndið mitt er tæplega 2 vikna en hann er með rosalega mikinn gröft í augunum eða stírur. Ég er búin að nudda tárakirtlanna (með litlaputta í augntóft niður nef) og setja brjóstamjólk í augun. Hreinsa alltaf að augnkrók. Þetta er oft svo mikið að ef þetta harðnar getur hann ekki opnað augun og ég þarf að bleyta vel upp í þessu til að losa þetta:( sem hann er nú ekki beint hrifin af. Er eitthvað meira sem við getum gert? Núna finnst mér líka augun vera orðin rauðari en það er líklega eftir okkur og þrifin? Hvað á ég að gera?

Kveðja, Ása Mutter.


Sæl!

Mér sýnist þú búin að vera að gera góða hluti en þegar þetta er orðið svona mikið og sérstaklega ef einhver roði eða bólga fylgir þá er full ástæða til að láta lækni kíkja á þetta. Ef þetta er augnsýking þá þarf að meðhöndla það með sýklalyfi í formi dropa eða krems sem borið er í auga barnsins.
 
Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. júlí 2007.