Spurt og svarað

21. apríl 2009

Hætta á RS sýkingu

Mig langar bara að forvitnast um það hversu lengi er æskilegt að halda börnum undir 10 ára frá nýfæddum börnum til að koma í veg fyrir RS vírusinn.  Ég á litla frænku (2ja vikna) sem ekkert barn nema eldra systkin (4 ára) hefur fengið að sjá vegna hræðslu á RS smiti.  Þetta er í fyrsta sinn sem þessi ráðsöfun er gerð í fjölskyldunni. Foreldrarnir setja eldra barnið í sturtu og skipta um föt á því ef það hefur verið nálægt öðrum börnum. Einnig sótthreinsa foreldrarnir á sér hendurnar áður en þeir koma nálægt barninu. Engin veikindi hafa verið í stórfjölskyldunni nýlega. Eru þessar ráðstafanir nauðsynlegar?


Á þessum árstíma (vorin) er RS vírusinn búinn að ganga og því afar litlar líkur á að smitast af honum.  Góð regla er samt að biðja fólk sem er kvefað að fresta heimsóknum og láta alla þvo sér vel um hendur áður en litla barnið er snert. Það á svo ekki að kyssa það á munninn eða nefið heldur frekar höfuðið o.s.frv. 

Fyrstu þrjá mánuðina er barnið viðkvæmast fyrir sýkingum þar sem ónæmiskerfið er enn mjög óþroskað en sé barnið á brjósti fær það mótefni í einhverju magni frá móður sinni og þá sérstaklega fyrir þeim sýklum sem eru í umhverfinu þeirra.

Á endanum eru það samt foreldrarnir sem ákveða hvað er þeirra barni fyrir bestu og ekkert hægt að gera nema virða það.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
21. apríl 2009.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.