Heimsókn um jólin

22.12.2009

Sælar kæru ljósmæður

Ég á að eiga eftir viku, 12. desember, og er að velta því fyrir mér hvað það er æskilegt að hafa börnin lengi innandyra? Það fer auðvitað eftir aðstæðum, heilsu o.s.frv - en spurningin mín er: Ef við foreldrarnir treystum okkur til og nýfæddri dóttur okkar heilsast vel, er þá "í lagi" að fara og eyða aðfangadegi með fjölskyldunni (4 fullorðnir, 2 börn) þegar litla er aðeins 10-14 daga gömul?  Eða er bara algjört rugl að fara með þau út úr húsi yfir höfuð svona til að byrja með?

Kærar jólakveðjur,Vala

 


 

Komdu sæl Vala og fyrirgefðu hvað svarið berst seint. 

Eins og þú bendir á er þetta alltaf matsatriði, en ef allt er í lagi með barn og móður ætti að vera í lagi að eyða jólunum með fjölskyldunni.

Helstu atriði sem þarf að passa eru auðvitað að barninu verði ekki kalt á ferðum þess milli húsa, að ekki séu kvefaðir einstaklingar í kringum barnið og að fá alla til að þvo sér vel um hendur áður en þeir koma við barnið.

Jólakveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
22. desember 2009.