Spurt og svarað

13. september 2012

Herpesveira í augum

Takk fyrir frábæran vef.
Spurningin mín er, ég er búin að vera með 4 frunsur a vörunum og er með mánaðar gamlan dreng a brjósti. Ég er búin að forðast að koma við frunsurnar aldrei búin að koma við þær nema þvo mér a eftir og dugleg að nota spritt og núna eru þær nánast farnar og þá tók ég eftir að drengurinn var komin með rauða skrýtna bletti alveg við augað, ekki hjá táragöngunum heldur hinum megin við, hef áhyggjur að að þetta sé herpes veira og ég veit að herpes veira getur valdið blindu, hvað er til ráða?
Sæl!
Ef þú hefur áhyggjur af því að barnið gæti verið með herpes sýkingu ráðlegg ég þér að leita strax með barnið til læknis til að fá viðeigandi meðferð eða útiloka herpes smit!

Gangi þér vel.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. september 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.