Spurt og svarað

20. nóvember 2006

Hiksti, rop o.fl.

Sæl!

Ég er með þrjár spurningar:

  1. Þýðir hiksti að barnið sé orðið satt?
  2. Þarf alltaf að láta barnið ropa eftir gjöf? (það er stundum svo freistandi, sérstaklega ef það er kominn háttatími, að leggja barnið í rúmið eftir gjöf ef það hefur sofnað við brjóstið).
  3. Ég er með viku gamalt barn. Mér finnst ég vera fær í flestan sjó, geta alveg sinnt einhverjum húsverkum og svona og ekkert þurfa að leggja mig á daginn. Á ég að reyna að taka því rólega samt sem áður?


Sæl!

Nei, hiksti þýðir ekki að barnið sé satt, en ef losna á við hann þarftu annað hvort að bíða róleg eða gefa barninu að drekka. Annars er hiksti saklaust fyrirbæri og ekki til að hafa áhyggjur af.  Ef að barnið ropar ekki fljótlega eftir gjöf er í lagi að leggja það niður. Þau þurfa ekki endilega að ropa í hvert sinn, ef að barnið er steinsofnað þá bara leggur þú það niður. Börn þurfa að losa mismikið loft sum leysa vind í meira mæli, sum ropa meira.

Það er mjög skynsamlegt að þú reynir að hvíla þig reglulega þar sem ekki er liðið lengra frá fæðingu, það tekur tíma og orku að jafna sig.  Hins vegar er misjafnt hvað hentar hverri og einni konu, sumum nægir að eiga rólega stund með bók í hönd á  meðan aðrar vilja leggja sig.  Það þarf hver og ein að finna sína afslöppunartækni.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. nóvember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.