Hitabólur

27.11.2006

Mig langaði að forvitnast um hvort hægt væri að meðhöndla hitabólur í
andliti á ungabörnum eða forvarnir á þeim.


 

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
24.11.2006.Það er ekkert hægt að gera við hitabólum.  Þær koma og fara og best að láta þær alveg í friði.  Stundum kemst þó sveppasýking í bólurnar og þá þarf að bera á þær krem til að laga það.  Bólurnar verða þá enn rauðari og upphleyptari og það leynir sér ekki að sýking er komin í þær.

Bestu kveðjur