Spurt og svarað

23. júní 2010

Hlaupabóla kringum ungbörn

Sælar.

Ég á 5 vikna dóttur sem stendur til að gefa nafn eftir nokkra daga. Bróðursonur minn, 3 ára, er kominn með hlaupabólu. Er honum óhætt að koma með í veisluna?  Hvenær hætta börn með hlaupabólu að smita önnur börn?  Eru nægileg mótefni í brjóstamjólkinni til þess að koma í veg fyrir að dóttir min smitist?

Kv. Ungamamma.


Sæl.

Hlaupabóla er bráðsmitandi en vissulega ert þú með mótefni sem verja hana, að einhverju leiti að minnsta kosti.  Hann er smitandi þar til allar bólur eru orðnar þurrar, þ.e. komið hrúður yfir þær.  Oftast er það um 5 - 7 dögum eftir að nýjar bólur eru hættar að koma.

Þar sem frændi er svo lítill eru líkur á að smit komist einhvern veginn til hennar, t.d. með leikföngum eða höndum annarra sem hann hefur snert.  Hann setur hendurnar upp í sig eða klórar sér, kemur svo við eitthvað eða einhvern sem kemur svo aftur við ykkur og þá er þetta komið til litlu stúlkunnar.

Þið verðið að meta aðstæður þegar dregur að skírn og nota skynsemina til að ákveða hvað hentar ykkur.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. júní 2010.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.