Spurt og svarað

17. mars 2010

Höfuðstærð og Fontanella

 Hćhć og takk fyrir góđan vef.

Ég er međ 11 vikna rosa flottan dreng sem stækkar og dafnar vel. Hann sefur vel á nóttunni og er kátur og ánægđur međ lífiđ á daginn. Þegar hann fór í sex vikna skoðun kom allt vel út og einnig í níu vikna skoðun, en hins vegar hefur ummál höfuðs hans ekkert stækkađ á þessum þremur vikum. Höfuđmálið var 37.5 cm þegar hann fæddist og er núna 41.8 cm. Ég var ađ reyna ađ mćæa hann hérna heima, núna 11 vikna gamlan, og ég gat ekki betur séð en að höfuđmálið sé enn þađ sama, þ.e. 41.8 cm. Er þađ eđlilegt eđa er þetta eitthvađ til að hafa áhyggjur af?  Svo var ég líka að velta því fyrir mér hversu stór mjúki bletturinn á höfðinu er vanalega, mér finnst bletturinn nefnilega ekki vera nema eins og rúmlega 2 cm. Er eitthvađ ađ ímynda mér (vonandi er þetta a.m.k. ímyndun) að höfuðbeinin séu ađ vaxa óeðlilega hratt saman.

Takk takk 


Komdu sæl

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu.  Höfuðið getur stækkað eins og líkaminn í smá stökkum og lítið á milli.  Á kúrfu lítur þetta vel út.  Mjúki bletturinn, eða Fontanellan, er misstór á börnum og eðlilegt að það sé þannig.  Það sem mestu máli skiptir er að hún lokist ekki alveg fyrr en við tveggja ára aldur en hún minnkar eftir því sem höfuðið stækkar.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
17. mars 2010.
 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.