Höfuðummál nýbura

26.01.2007

Góðan dag.

Er að velta fyrir mér á 3 börn og geng með það fjórða. Fyrstu tvö voru með höfuðmálið 38 cm en svo kom nett dama með 34 cm höfuðmál. Hvað er eðlilegt eða algengast?

Annars takk fyrir frábæran vef.


Sæl og blessuð!

Algengast er sennilega svona 35-36 cm höfuðummál, þannig að daman hefur verið í nettari kantinum og hin í stærri kantinum.  Þetta teljast samt allt eðlileg höfuðmál fullburða barna.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. janúar 2007.