Spurt og svarað

26. mars 2006

Hundar, ofnæmi og nýburar

Halló!

Ég var að velta því fyrir mér hvort barnið mitt sem kemur i heiminn í maí muni hafa ofnæmi fyrir hundinum á heimilinu. Er það rétt hjá mér að ef maður er með hund í kringum sig á meðgöngu þá eru minni líkur á að barnið verði með ofnæmi? Hef smá áhyggjur af þessu af því ég á svo yndislegan hund.

Takk fyrir frábæra síðu.

 


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Því hefur löngum verið haldið fram að umgengni við dýr auki líkur á ofnæmi en nýlegar rannsóknir sýna fram á að þessu er öfugt farið, þ.e. að umgengi við gæludýr minnkar frekar líkur á ofnæmi, exemi og jafnvel astma. Mér er ekki kunnugt um að það minnki líkur á ofnæmi fyrir barnið ef hundur er á heimili þess á meðgöngu.

Samkvæmt þessum rannsóknum ættir þú ekki að hafa áhyggjur af því að litla barnið þitt fái ofnæmi þó að hundur sé á heimilinu, heldur þvert á móti eru líkurnar minni.

Vona að þessar upplýsingar kæti ykkur og minnki hjá þér áhyggjur.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. mars 2006.

 

Heimild: Dr.Greene.ComSenda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.