Hver hefur forræðið þegar móðir er undir 18 ára aldri?

06.10.2008

Hæhæ.


Ég er búin að vera velta fyrir mér að ég er 17 ára og er
komin 6 mánuði á leið :)   Hef ég forræðið yfir barninu mínu eða mamma mín, út af því ég er ekki orðin 18 ára?


Við hjá ljosmodir.is leituðum til Hrefnu Friðriksdóttur lögfræðings hjá Barnaverndarstofu til að svara þessari spurnigu og hér er svarið hennar:


"Forsjá barns er alveg óháð aldri foreldris - það er alltaf foreldri barns sem fær forsjá við fæðingu þess en aldrei foreldri foreldrisins.

Ef foreldri er undir 18 ára þegar það eignast barn þá fær það sem sagt forsjána en það geta vaknað spurningar um hver ræður hverju því þetta foreldri lítur jafnframt forsjá sinna foreldra. Hér er yfirleitt best að skoða einstaka raunveruleg ágreiningsefni eða ákvarðanir sem hvíla á fólki og reyna að svara hver yrði líklegasta niðurstaðan".

Vonum að þetta svari spurningunni og þökkum Hrefnu kærlega fyrir.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. október 2008.