Spurt og svarað

14. nóvember 2006

Hvernig erfist ofnæmi?

Góðan daginn
Ég hef heyrt að ofnæmi erfist frá móður en ekki föður. Er það satt?  Maðurinn minn er með mikið ofnæmi fyrir hinu og þessu. Ég hef hins vegar aldrei verið með ofnæmi. Hverju má búast við með barnið sem við eigum von á?
 

Komdu sæl.
 
Ég er nú ekki sérfræðingur í þessu en ég held að ofnæmi geti erfst frá móður og föður.  Það er þó ekki svo að öll börn foreldra með ofnæmi fái líka ofnæmi og svo geta börn líka verið með ofnæmi þó foreldrarnir hafi ekkert ofnæmi þannig að það er erfitt að gera sér grein fyrir við hverju má búast. 
Það er hinsvegar vitað að brjóstamjólk er verjandi þáttur gegn ofnæmi þannig að það er um að gera að hafa barnið sem lengst á brjósti og helst eingöngu fyrstu 6 mánuðina.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
14.11.2006.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.