Hvernig erfist ofnæmi?

14.11.2006
Góðan daginn
Ég hef heyrt að ofnæmi erfist frá móður en ekki föður. Er það satt?  Maðurinn minn er með mikið ofnæmi fyrir hinu og þessu. Ég hef hins vegar aldrei verið með ofnæmi. Hverju má búast við með barnið sem við eigum von á?
 

Komdu sæl.
 
Ég er nú ekki sérfræðingur í þessu en ég held að ofnæmi geti erfst frá móður og föður.  Það er þó ekki svo að öll börn foreldra með ofnæmi fái líka ofnæmi og svo geta börn líka verið með ofnæmi þó foreldrarnir hafi ekkert ofnæmi þannig að það er erfitt að gera sér grein fyrir við hverju má búast. 
Það er hinsvegar vitað að brjóstamjólk er verjandi þáttur gegn ofnæmi þannig að það er um að gera að hafa barnið sem lengst á brjósti og helst eingöngu fyrstu 6 mánuðina.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
14.11.2006.