Spurt og svarað

03. október 2009

Eggjakaka (ommeletta) á meðgöngu

Sælar frábæru konur!

Ég var að háma í mig ommelettu, án þess svo mikið sem spá í hvort það geti verið hættulegt. Svo fékk ég bakþanka og tékkaði hérna inn á vefinn hjá ykkur en finn ekkert beint um ommelettur. Ég er alveg með hjartað í buxunum yfir þessu og langaði svo að spyrja hvort neysla á ommelettum sé hættuleg fóstrinu.

Með góðum kveðjum, Kolbrún


Sæl Kolbrún!

Þú getur verið alveg róleg með þetta - mér dettur ekkert í hug sem gæti verið hættulegt við að borða eggjaköku (ommelettu) á meðgöngu. Eggjakaka inniheldur egg og svo yfirleitt mjólk, krydd og ef til vill eitthvað fleira gott s.s. ost, skinku og lauk. Ef það eru eggin sem þú ert að hugsa um þá eru þau elduð í þessu tilfelli.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. október 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.