Hvítur blettur á góm

03.03.2009

Góðan daginn.

Strákurinn minn er 8 vikna og við tókum eftir því um daginn að hann er með hvítan harðan blett framan á gómnum. Þetta er c.a þar sem augntönnin á að koma. Hvað gæti þetta verið?

Kv. Hulda sem er mjög forvitin

 


 

Sæl Hulda

Það er ekki gott að segja hvað þetta er svona án þess að sjá það.  Getur verið að þetta sé tönn að kíkja fram?  Eða er þetta kannski sveppasýking/þruska að byrja?

Láttu hjúkrunarfræðinginn þinn kíkja á þetta næst þegar þú ferð með hann í skoðun í ungbarnaverndina.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
3. mars 2009.